Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. september 2017 18:45
Magnús Már Einarsson
Þetta er það sem stóð á miða Óla Jó til dómarans
Þóroddur Hjaltalín í leik hjá Val.
Þóroddur Hjaltalín í leik hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sendi Kristinn Inga Halldórsson inn á með miða í 4-3 sigrinum á Víkingi R. í dag. Kristinn Ingi lét Þórodd Hjaltalín dómara leiksins fá miðann.

„Við vorum ekki alveg sáttir við dómarann svo við skrifuðum smá sendingu til hans," sagði Óli Jó léttur í bragði eftir leik en hann vill ekki segja hvað stóð á miðanum.

„Ég vill helst ekki gera það. Þið verðið að spyrja hann. Hann má segja það."

Fótbolti.net heyrði í Þóroddi í kvöld og fékk hann til að uppljóstra hvað stóð á miðanum.

„Það stóð orðrétt: Farðu að koma þér í stand. Þetta er alls ekki síðasti leikurinn þinn gott að vita að þú verðir með á næsta ári," sagði Þóroddur við Fótbolta.net í kvöld.

Þóroddur tilkynnti í síðustu viku að hann ætli að halda áfram í dómgæslu á næsta tímabili eftir að hafa verið að íhuga að leggja flautuna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner