fim 30. október 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Isla segist ekki vera aftur á leið til Ítalíu
Mauricio Isla í leik með Síle
Mauricio Isla í leik með Síle
Mynd: Getty Images
Mauricio Isla, leikmaður QPR á Englandi, segist ekki ætla sér að snúa aftur til Ítalíu en hann er á láni frá Juventus.

Isla kom til QPR frá Juventus í sumar en hann gerði eins árs lánssamning við enska félagið.

Hann byrjaði ekki vel með QPR á tímabilinu en hefur þó spilað afar vel að undanförnu, þá sérstaklega í síðasta leik er liðið vann Aston Villa 2-0.

,,Það er aldrei að fara að gerast að ég fari aftur til Ítalíu. Fólk talar um þetta en ég hef aldrei talað um þetta. Ég hef ekki talað við neinn í stjórn Juventus síðan ég kom til Englands, hvað þá Massimo Allegri, þjálfara liðsins," sagði Isla.

Isla er að njóta sín í treyju QPR en hann samdi upphaflega við Juventus eftir að hafa spilað feykilega vel með Udinese á Ítalíu. Meiðsli settu strik í reikninginn er hann var hjá Juventus og spilaði hann meira og minna með unlinga- og varaliði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner