Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. október 2014 10:34
Magnús Már Einarsson
Kit Symons tekur við Fulham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fulham hefur ákveðið að ráða Kit Symons sem knattspyrnustjóra.

Symons hefur stýrt Fulham tímabundið í síðustu átta leikjum eftir að Felix Magath var rekinn í kjölfarið á skelfilegri byrjun í Championship deildinni.

Gengi Fulham hefur batnað eftir að Symons tók við en liðið er nú komið af fallsvæðinu.

David Daly, Huw Jennings, Brian McBride, Danny Murphy og Niall Quinn mynduðu nefnd hjá Fulham sem átti að ráða nýjan stjóra og niðurstaðan var sú að Symmons fær starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner