fim 30. október 2014 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Mascherano valinn bestur framyfir Messi
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano var valinn besti leikmaður Barcelona á tímabilinu 2013-14.

Lionel Messi hafði verið valinn bestur þrjú af síðustu fjórum tímabilum en í þetta sinn voru allir dómarar sammála um að Mascherano hafi skarað framúr.

Mascherano þurfti að skipta stöðugt um stöðu inná vellinum vegna meiðsla en var alltaf traustur á slæmu tímabili Börsunga.

,,Ég þakka öllum sem kusu mig. Við munum reyna að halda áfram að gera góða hluti," sagði Mascherano.

Þeir sem greiddu atkvæði voru stjórnendur félagsins. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, tjáði sig um atkvæðagreiðsluna.

,,Ég var partur af dómnefndinni sem kaus Javier Mascherano og það var mikið rökrætt í byrjun. En þegar nafn Javier kom upp voru allir sammála og þetta er verðskuldað.

,,Það er heiður fyrir Barcelona að hafa svona góðan leikmann í liðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner