Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. október 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pellegrini: Við verðum að horfa fram á veginn
Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City á Englandi, var allt annað en sáttur með 0-2 tap liðsins gegn Newcastle United í enska deildabikarnum í gær.

Man City hefur ekki gengið vel að undanförnu en liðið gerði jafntefli gegn CSKA Moskvu í Meistaradeild Evrópu og þá tapaði liðið fyrir West Ham United um helgina en Pellegrini segir að liðið verði að horfa fram á veginn.

,,Við erum að fá á okkur mörk. Við erum ekki að færa boltann eins hratt og við höfum verið að gera og því hefur þetta verið hörmuleg vika," sagði Pellegrini.

,,Við gerðum jafntefli í Rússlandi og höfum núna tapað tveimur leikjum en við verðum að jafna okkur og horfa fram á veginn," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner