fim 30. október 2014 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rauða spjaldið dregið til baka - Fernandez ekki í bann
Fernandez og Coutinho mættust á Anfield.
Fernandez og Coutinho mættust á Anfield.
Mynd: Getty Images
Federico Fernandez, leikmaður Swansea, var rekinn af velli í 16-liða úrslitum deildabikarsins en rauða spjaldið hefur verið dregið til baka af enska knattspyrnusambandinu.

Swansea tapaði leiknum gegn Liverpool á Anfield Road en staðan var 1-1 þegar Fernandez var rekinn af velli á 92. mínútu eftir tæklingu á Philippe Coutinho.

Dejan Lövren skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu á 95. mínútu, nokkrum mínútum eftir að Fernandez var rekinn af velli.

,,Þetta var alls ekki rautt spjald, það er augljóst. Þetta var heiðarleg tækling," sagði Gary Monk, knattspyrnustjóri Swansea, eftir leikinn.

,,Vonandi mun dómarinn átta sig á mistökum sínum og rauða spjaldið dæmt ógilt."

Argentínski varnarmaðurinn Fernandez gæti því byrjað í mikilvægum deildarleik gegn Everton á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner