Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. október 2014 16:54
Magnús Már Einarsson
Raul til New York Cosmos (Staðfest)
Raul er markahæsti maðurinn í sögu Meistaradeildarinnar.
Raul er markahæsti maðurinn í sögu Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Spænski markaskorarinn Raul hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og ganga í raðir New York Cosmos sem leikur í næstefstu deild í Bandaríkjunum.

Hinn 37 ára gamli Raul lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári en hann hefur nú ákveðið að spila með New York Cosmos og vera ráðgjafi í unglinga akademíu félagsins.

Cosmos liðið var endurvakið í fyrra en Pele og Franz Beckenbauer léku með liðinu á sínum tíma áður en það var lagt niður árið 1985.

Raul skoraði 323 mörk í 741 leik með Real Madrid á sínum tíma en hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar með 71 mark.

Hann lék í tvö ár með Shalke og tvö ár með Al Sadd í Katar eftir feril sinn hjá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner