banner
   fim 30. október 2014 18:30
Magnús Már Einarsson
Taylor í skýjunum eftir tveggja ára fjarveru
Taylor er spyrnumaður góður.
Taylor er spyrnumaður góður.
Mynd: Getty Images
Ryan Taylor snéri aftur í lið Newcastle í 2-0 sigrinum á Manchester City í enska deildabikarnum í gærkvöldi.

Hinn þrítugi Taylor hefur verið frá keppni í rúmlega tvö ár eða síðan í ágúst árið 2012.

Taylor hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli en hann átti flotta endurkomu í gær.

,,Að fara aftur í takkaskóna og treyjuna gegn meisturunum og ná þessari frammistöðu var algjör draumur," sagði Taylor eftir leikinn.

Taylor verður væntanlega í leikmannahópnum á laugardag þegar Newcastle fær Liverpool í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner