Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. október 2014 14:34
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Randers: Ögmundur hefur staðið sig vel
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ögmundur Kristinsson hefur haldið markinu hreinu hjá Randers í síðustu þremur leikjum.

Ögmundur kom inn á gegn FC Kaupmanahöfn eftir að Kalle Johnsson meiddist á öxl og hélt hreinu í þeim leik.

Hinn 25 ára gamli Ögmundur hefur einnig haldið hreinu í síðustu leikjum gegn OB og Lyngby, samtals eru þetta 225 mínútur.

,,Hann kom inn á gegn FCK og hélt hreinu. Hann fékk heldur ekki á sig mark gegn OB og Lyngby. Hann hefur staðið sig vel," sagði Colin Todd þjálfari Randers.

Randers mætir Bröndby um helgina en óvíst er hvort Johnsson verði orðinn góður af axlar meiðslunum fyrir þann leik.

Sjá einnig:
Ögmundur: Yrðu gríðarleg vonbrigði að vera ekki valinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner