mán 30. nóvember 2015 22:01
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Higuain vann toppslaginn fyrir Napoli
Higuain hefur reynst mjög mikilvægur fyrir Napoli frá komu sinni frá Real Madrid.
Higuain hefur reynst mjög mikilvægur fyrir Napoli frá komu sinni frá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Topplið ítölsku Serie A deildarinnar áttu öll leiki í kvöld þar sem Napoli lagði Inter af velli í risaslag á meðan Fiorentina gerði jafntefli við Sassuolo.

Gonzalo Higuain gerði bæði mörk Napoli í fjörugum þar sem gestirnir frá Mílanó léku allan seinni hálfleikinn manni færri.

Higuain skoraði fyrsta markið eftir 64 sekúndur og bætti öðru marki við í síðari hálfleik. Skömmu síðar minnkaði Adem Ljajic muninn fyrir gestina en hvorugu liði tókst að bæta mörkum við leikinn eftir það og glæsilegur sigur Napoli staðreynd.

Napoli er einu stigi yfir Inter og tveimur yfir Fiorentina. Í fjórða sæti kemur Roma sem tapaði fyrir Atalanta um helgina og er fjórum stigum á eftir Napoli.

Sassuolo 1 - 1 Fiorentina
0-1 Borja Valero ('5)
1-1 Sergio Floccari ('42)

Napoli 2 - 1 Inter
1-0 Gonzalo Higuain ('2)
2-0 Gonzalo Higuain ('62)
2-1 Adem Ljajic ('67)
Rautt spjald: Yuto Nagatomo, Inter ('44)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner