Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. nóvember 2015 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski bætti fjögur Guinness met
Lewandowski er einn af bestu sóknarmönnum heims um þessar mundir.
Lewandowski er einn af bestu sóknarmönnum heims um þessar mundir.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski bætti fjögur met í Heimsmetabók Guinness þegar hann skoraði fimm mörk á níu mínútum gegn Wolfsburg fyrr á tímabilinu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og kom Lewandowski inn af bekknum og var skömmu síðan búinn að gera út um leikinn með því að bæta fimm mörkum við.

„Það er mikill heiður að vera kominn í Heimsmetabók Guinness fyrir eitthvað sem ég gerði á fótboltavellinum," skrifaði Lewandowski á Twitter og birti mynd af sér með fjórum innrömmuðum viðurkenningarskjölum.

Viðurkenningarskjölin eru fyrir sneggstu þrennuna, fernuna og fimmuna og flest mörk skoruð eftir að hafa komið af bekknum. Bent er á að metin einskorðast við þýsku deildina.

Lewandowski, sem leikur fyrir Bayern München og pólska landsliðið, er búinn að gera 26 mörk í 25 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner