Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 30. nóvember 2015 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 90 Min 
Pochettino útilokar ekki að taka við enska landsliðinu í framtíðinni
Er þetta næsti landsliðsþjálfari Englendinga?
Er þetta næsti landsliðsþjálfari Englendinga?
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, útilokar það ekki að taka við enska landsliðinu þegar að Roy Hodgson lætur af störfum.

Orðrómar hafa verið tengja Pochettino við stjórastarfið hjá Englandi, en síðan hann kom til Englands hafa 17 leikmenn undir hans stjórn leikið fyrir England í fyrsta skipti.

"Það er mjög erfitt fyrir mig að svara þessu núna, en maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni. Ef einhver hefði spurt mig fyrir þremur eða fjórum árum hvort ég væri að þjálfa á Englandi, þá hefði ég sagt, "Auðvitað ekki, þar sem ég tala ekki ensku," sagði Pochettino þegar hann var spurður út í málið.

"En síðan hringdi eigandi Southampton í mig og spurði mig hvort ég vildi stýra liðinu sínu. Núna er ég hér hjá Tottenham og tala ensku."

"Ég er þó mjög ánægður hjá Tottenham og ég nýt mín hér. Mér finnst fólkið hérna og eigandinn hafa góða hugmyndafræði."


Pochettino þróaði enska leikmenn hjá Southampton eins og Luke Shaw, Adam Lallana, Calum Chambers og James Ward-Prowse og hjá Tottenaham hafa enskir leikmenn eins og Ryan Mason, Eric Dier, Dele Alli og svo auðvitað Harry Kane brotist fram á sjónarsviðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner