mán 30. nóvember 2015 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Real hefur áhyggjur af ferðum Ronaldo til Marokkó
Mynd: Getty Images
Lífsstíll Cristiano Ronaldo veldur stjórnendum Real Madrid áhyggjum samkvæmt frétt frá spænska fréttamiðlinum Extra Confidencial, eða El Confidencial.

Í fréttinni segir að Ronaldo fari alltof oft til Marokkó að hitta félaga sinn Badr Hari, sem er meðal frægustu kickboxara heims.

Ronaldo fer oft til Marokkó beint eftir síðustu æfingu dagsins og flýgur aftur heim á kvöldin fyrir morgunæfingar.

Ronaldo fer á einkaþotu sinni sem kostar um 19 milljónir evra, eða rétt tæpa 2,7 milljarða íslenskra króna, og er geymd á litlum flugvelli nálægt æfingasvæði Real Madrid.

Ronaldo og Real Madrid hafa ekki verið upp á sitt besta á tímabilinu, en Real er í þriðja sæti spænsku deildarinnar sex stigum frá toppliði Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner