Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. nóvember 2015 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Rússnenskum félögum bannað að kaupa tyrkneska leikmenn
Karadeniz hér í leik með Rubin Kazan
Karadeniz hér í leik með Rubin Kazan
Mynd: Getty Images
Rússnenskum félögum verður bannað að kaupa tyrkneska leikmenn í vetrarfríinu næstkomandi.

Ástæðan fyrir því er sú að tyrknesk hervöld skutu niður rússnenska herþotu á landamærum Sýrlands, með þeim afleiðingum að einn flugmannanna lést.

Rússnenski íþróttamálaráðherrann, Vitaly Mutko, sagði í samtali við R-Sport fréttastofuna að rússnensku félögin hefðu nú þegar fengið skilaboð.

"Ef einhver vill kaupa tyrkneskan leikmann í fríinu, þá er það ekki möguleiki," sagði Mutko.

Mutko sagði að þessi íþróttaviðurlög myndu ekki hafa áhrif á tyrkneska leikmenn sem spila nú þegar í Rússlandi, eins og til dæmis, Gokdeniz Karadeniz, leikmann Rubin Kazan, en Karadeniz hefur spilað með Rubin frá 2008.

"Allir þeir sem eru með núverandi samning munu halda áfram að vinna," hélt Mutko áfram.

"Þeir verða ekki hérna í framtíðinni, en í augnablikinu eru þeir með samninga og það verður ekkert litið nánar á þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner