Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 30. nóvember 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Ryan Allsop: Verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum
Allsop í leik með Hetti árið 2012.
Allsop í leik með Hetti árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ryan Allsop, fyrrum markvörður Hattar á Egilsstöðum, spilaði um helgina sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Allsop kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Bournemouth gegn Everton í ótrúlegum leik.

Hinn 23 ára gamli Allsop spilaði með Hetti í 1. deildinni fyrri hluta sumars 2012 og stóð sig mjög vel.

Allsop spilaði átta leiki áður en hann fór til Leyton Orient um mitt sumar 2012. Hann fór síðan til Bournemouth þar sem hann byrjaði þetta tímabil sem þriðji markvörður.

Meiðsli Artur Boruc og Adam Fedirici gáfu Allsop síðan tækifærið í ensku úrvalsdeildinni í síðari hálfleiknum gegn Everton um helgina. Allsop er í viðtali við Fréttablaðið í dag þar sem hann þakkar meðal annars fólki á Egilsstöðum.

„Ég fullorðnaðist á Íslandi mjög fljótt. Ég var líka svo langt að heiman að það var eitthvað sem ég þurfti að gera,“ sagði Allsop í viðtali við Fréttablaðið í dag. Þjálfari hans á þeim tíma, Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf, fær sérstakar þakkir frá ­Allsop.

„Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri."
Athugasemdir
banner
banner
banner