Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. nóvember 2015 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 90 Min 
Schmeichel: Stuðningsmenn Man Utd eiga það skilið að vera skemmt
Schmeichel vill að stuðningsmenn Manchester United skemmti sér
Schmeichel vill að stuðningsmenn Manchester United skemmti sér
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin, Peter Schmeichel, segir að stuðningsmenn félagsins eigi að krefjast miklu meira frá liði, sem er þekkt fyrir að spila skemmtilegan sögufrægan bolta.

Slæmt gengi United fyrir framan markið hélt áfram um helgina, með 1-1 jafntefli gegn Leicester, en fyrr í vikunni hafði United gert 0-0 jafntefli gegn PSV og létu margir stuðningsmenn óánægju sína í ljós eftir þann leik.

Man Utd var þekkt fyrir að spila hraðan og spennandi sóknarbolta undir stjórn Sir Alex Ferguson og Sir Matt Busby, en Schmeichel segir það rétt hjá stuðningsmönnunum að kvarta undan leikstíl Louis van Gaal.

"Þetta er ástæðan fyrir því að van Gaal er gagnrýndur fyrir spilamennsku United. Ég efast um að margir stuðningsmenn Man Utd vilji horfa á þetta," sagði Schmeichel við Sky Sport.

"Ég vil að Manchester United reyni að vinna leiki. En á bestu dögum félagsins, undir Busby og Ferguson var United alltaf að reyna að vinna."

"Sögulega búast stuðningsmenn Man Utd við einhverju öðru. Þetta var verkamannafélag, þar sem fólk horfði á til að fá smá létti, til að fá skemmtun."

"Ég varð stuðningsmaður Manchester United þegar félagið var ekki að vinna mikið, en þeir spiluðu alltaf skemmtilegan bolta og voru með skemmtilega leikmenn,"
sagði Daninn hressi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner