Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 30. desember 2017 18:58
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ariana Calderon til Þór/KA (Staðfest)
Ariana Calderon leikur með Þór/KA á næsta ári.
Ariana Calderon leikur með Þór/KA á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa samið við Ariana Calderon. Ariana spilaði með Val í fyrra þar sem hún spilaði 18 leiki og skoraði í þeim 7 mörk.

Ari er mjög fjölhæfur leikmaður sem spilar í fremstu víglínu með Mexico en var besti miðjumaður Vals í fyrra og ein sú besta í deildinni.

Natalia Junco mun hins vegar ekki taka slagin aftur með Þór/KA næsta sumar.

Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þór/KA segir að haft hafi verið samband við hana um leið og það fréttist að hún vildi prófa aðra hluti.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum leikmanni. Um leið og var ljóst að Natalia ætlaði að prufa aðra hluti þá höfðum við samband við Ari. Hún heillaði mig mikið á síðasta tímabili. Mjög kraftmikill leikmaður, líkamlega sterk og fjölhæf."

Halldór telur hana hafa verið besti miðjumaður Vals.

„Hún skilaði sínu hlutverki fyrir Val mjög vel og var þeirra besti miðjumaður að mínu mati. Að skora 7 mörk sem miðjumaður er mjög flott. Ari þekkir líka Biöncu og Stephany mjög vel og þær ásamt Nataliu gáfu henni frábær meðmæli."

Búast má við fleiri tilkynningum af leikmannamálum Þór/KA fljótlega á nýju ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner