Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 30. desember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Mark ársins 2017
Mark Giroud á Nýársdag er eftirminnilegt.
Mark Giroud á Nýársdag er eftirminnilegt.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon fagnar sigurmarki sínu gegn Króatíu.
Hörður Björgvin Magnússon fagnar sigurmarki sínu gegn Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaárinu árið 2017. fer nú senn að ljúka og af því tilefni fékk Fótbolti.net nokkra álitsgjafa til að gera upp árið. Álitsgjöfunum er skipt upp í flokka og hér að neðan má sjá val á marki ársins 2017.



Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV

Innlent: Gunnar Heiðar skorar sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum í sumar eftir fyrirgjöf frá Kaj Leo. Óvæntur sigur. Mark sem batt enda á langa bið Eyjamanna eftir titli, uppfyllti draum Eyjapeyjans sem skoraði sigurmarkið og leysti úr læðingi tilfinningar sem höfðu verið sjóðandi undir niðri en ruddust upp á yfirborðið við lokaflautið.

Erlent: Oliver Giroud opnaði árið hjá Arsenal með marki gegn Palace eftir fyrirgjöf Alexis sem var ekki toppað á árinu. Tæknin sem leikmaðurinn sýndi var einstök og það besta við markið er að Giroud gefur algerlega stjórn á því sem hann er að gera enda á hann mörg stórglæsileg mörkin.

Sandra María Jessen, Þór/KA

Innlent: Innlent: Markið sem Gunnlaugur Hlynur Birgisson skoraði fyrir Víkíng Ó á móti KA. Ekkert virtist ganga hjá Ólafsvíkingum í leiknum, þeir voru 4-0 undir og hann ákveður að henda í eina slummu úr 30 metrum í lok leiksins. Ekki slæmt.

Erlent: Markið sem Casemiro skoraði fyrir Real Madrid á móti Napoli í Meistaradeildinni. Það var bara ekkert eðlilega vel klárað. Lét það að skora í fyrsta á lofti fyrir utan teig líta út fyrir að vera jafn auðvelt og að smyrja brauð.

Gunnar Birgisson, RÚV

Innlent: Hér heima held ég að ég verði að taka mark Harðar Björgvins þegar hann reis eins og fuglinn fönix upp á þriðju hæðina og stangaði boltann í netið til að tryggja okkur mikilvægan 1-0 sigur á Króötum. Allt við þetta mark var sexý.

Erlent: Utanlands ber mér svo skylda til að taka hælspyrnu Olivier Giroud sem kom 1.janúar á móti Crystal Palace og var valið mark ársins nú fyrir stuttu.

Sjá einnig:
Karakter ársins 2017
Sigurvegari ársins 2017
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner