Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. desember 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiesa: Ekki alvöru leikmaður fyrr en eftir 300 leiki
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa er 20 ára gamall og með byrjunarliðssæti hjá Fiorentina. Faðir hans, Enrico, ætti að vera flestum lesendum kunnur eftir magnaðan feril í ítalska boltanum.

Federico segist enn eiga langt í land með að verða jafn góður og faðir sinn, en áttar sig á því að hann hefur mikinn tíma.

„Ég er ekki sami leikmaður og faðir minn, ég er ekki jafn góður að skjóta en ég er að vinna í því," sagði Chiesa við Corriere della Sera.

„Faðir minn segir að maður verði ekki að alvöru leikmanni fyrr en eftir 300 leiki í efstu deild, ég er bara búinn að spila 50 deildarleiki og á enn langt í land.

„Ég hef ekki áorkað neinu og fólk hefur ekki ennþá fengið að sjá mig uppá mitt besta. Ég á ennþá eftir að bæta mig á mörgum sviðum."


Napoli, Juventus, Inter, PSG og FC Bayern hafa öll sýnt Chiesa áhuga á tímabilinu en hann framlengdi samninginn við Fiorentina til 2022 á dögunum. Chiesa segist ekki vilja yfirgefa uppeldisfélagið strax.
Athugasemdir
banner
banner