Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hamsik fékk gjöf frá Maradona
Mynd: Getty Images
Marek Hamsik bætti markamet Diego Armando Maradona á dögunum þegar Slóvakinn skoraði sitt 116. mark fyrir Napoli.

Hamsik segir að Maradona hafi gefið sér gjöf til að fagna metinu.

„Maradona gaf mér gjöf fyrir að bæta metið hans. Ég má samt ekki segja hvað hann gaf mér," sagði Hamsik í gær.

„Að bæta met Maradona er magnað afrek en ég held einbeitingu við það sem skiptir máli, að spila vel fyrir liðið mitt og reyna að vinna hvern einasta leik."

Hamsik gerði eina mark Napoli gegn Crotone í gær og er félagið á toppi deildarinnar eftir hálft tímabil.

„Við erum himinlifandi með að vera vetrarmeistararnir. Við vitum að það skiptir litlu máli hvaða lið er á toppnum yfir jólin, stöðutaflan skiptir máli í vor."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner