Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 30. desember 2017 21:58
Magnús Már Einarsson
Lukaku og Zlatan báðir frá keppni næstu vikurnar
Lukaku borinn af velli í kvöld.
Lukaku borinn af velli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, verður frá í einhvern tíma eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í upphafi leiks í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í kvöld.

Belginn meiddist eftir að hann og Wesley Hoedt skölluðu saman snemma leiks.

Lukaku lá á vellinum í nokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli með súrefnisgrímu. Marcus Rashford tók síðan stöðu hans.

„Þegar þú sérð leikmann fara af velli á sama hátt og hann þá þýðir það vanalega að minnsta kosti tveggja leikja fjarvera," sagði Jose Mourinho, stjóri United, eftir leikinn.

Zlatan Ibrahimovic var fjarri góðu gamni í leiknum í kvöld en Mourinho reiknar með að hann verði frá keppni í mánuð. Báðir framherjarnir verða því frá keppni í næstu leikjum United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner