Brasilíski markvörðurinn Alexander Doni er farinn frá Liverpool til Botafogo í heimalandi sínu.
Doni var þriðji markvörður Liverpool og hann fékk að fara frítt frá félaginu.
Doni var þriðji markvörður Liverpool og hann fékk að fara frítt frá félaginu.
Þessi 33 ára gamli leikmaður kom til Liverpool frá Roma árið 2011 en lék einungis þrjá deildar leiki með enska félaginu.
Að öðru leyti er allt rólegt hjá Liverpool og að sögn BBC verða ekki fleiri félagaskipti hjá félaginu áður en félagaskiptaglugginn lokar klukkan 23:00.
Athugasemdir