Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. janúar 2015 12:35
Arnar Geir Halldórsson
Ástralir eru Asíumeistarar 2015
Troisi fagnar sigurmarkinu
Troisi fagnar sigurmarkinu
Mynd: Getty Images
Suður-Kórea 1-2 Ástralía
0-1 Massimo Luongo (´45)
1-1 Heung-Min Son (´90)
1-2 James Troisi (´105)

Ástralía og Suður-Kórea mættust í úrslitaleik Asíumótsins í morgun en mótið fór fram í Ástralíu. Massimo Luongo kom Áströlum yfir í lok fyrri hálfleiks og það leit allt út fyrir að það myndi vera eina mark leiksins.

Son, leikmaður Bayer Leverkusen, jafnaði fyrir S-Kóreu undir lok venjulegs leiktíma og ljóst að framlengingu þyrfti til að finna sigurvegara. Þar reyndust heimamenn sterkari, vel studdir af tæplega 80 þúsund manns. James Troisi reyndist hetja Ástrala en mark hans á 105.mínútu tryggði fyrsta Asíutitil Ástralíu.

Ástralir hafa verið hluti af knattspyrnusambandi Asíu frá árinu 2006 þrátt fyrir að tilheyra Eyjaálfu en Ástralía lenti í 2.sæti Asíumótsins 2011.

Massimo Luongo var valinn besti leikmaður keppninnar en hann leikur með Swindon Town í ensku C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner