Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 31. janúar 2015 19:21
Arnar Geir Halldórsson
England: Jafntefli í uppgjöri toppliðana
Mynd: Getty Images
Chelsea 1 - 1 Manchester City
1-0 Loic Remy ('41 )
1-1 David Silva ('45 )

Chelsea fékk Man City í heimsókn í uppgjöri bestu liða enska boltans. Það voru nokkrir lykilmenn fjarverandi og ber þá helst að nefna þá Yaya Toure, Diego Costa og Cesc Fabregas.

Loic Remy fékk tækifærið í kjölfar fjarveru Diego Costa og það var Remy sem kom heimamönnum í 1-0 eftir sendingu Eden Hazard. Mark Remy kom á 41.mínútu en gestirnir frá Manchester náðu að jafna metin fyrir hlé. Þar var að verki David Silva sem var réttur maður á réttum stað og stýrði skoti Sergio Aguero í netið.

Frank Lampard sneri aftur á Stamford Bridge í dag. Hann byrjaði á bekknum hjá Man City en kom inná seint í síðari hálfleik. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að ná sigurmarkinu á meðan heimamenn virtust sætta sig við jafnteflið, enda með gott forskot á toppi deildarinnar.

James Milner komst næst því að skora en skot hans fór framhjá markinu og jafntefli niðurstaðan í þessum risaleik.




Athugasemdir
banner
banner
banner