Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   lau 31. janúar 2015 12:37
Hafliði Breiðfjörð
Fótbolta.net mótið: Hólmar tryggði Keflavík brons gegn FH
Lið Keflavíkur með bronspeningana að leiknum loknum í dag.
Lið Keflavíkur með bronspeningana að leiknum loknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Magnús Þórir skoraði úr sínu víti í dag.
Magnús Þórir skoraði úr sínu víti í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Keflavík 1 - 1 FH
0-1 Atli Viðar Björnsson ('8)
1-1 Hörður Sveinsson ('29)

Keflavík vann FH í leiknum um 3. sætið í Fótbolta.net mótinu en leikið var í Reykjaneshöllinni í morgun. Staðan að loknum venjuleum leiktíma var 1-1 og því var gripið til vítasopyrnukeppni þar sem Hólmar Örn Rúnarsson skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði Keflavík sigur.

Atli Viðar Björnsson kom FH yfir strax á 8. mínútu leiksins eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu.

Hörður Sveinsson jafnaði svo metin eftir hálftíma leik en hann slapp þá einn innfyrir vörn FH gegn Róberti í markinu og setti boltann framhjá honum.

Bæði lið fengu góð færi eftir þetta og Keflvíkingar gerðu sterkt tilkall til vítaspyrnu seint í síðari hálfleik en fengu ekki. Niðurstaðan varð 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Sindri Kristinn varði spyrnu Jonathan Hendrickx og Hólmar skoraði svo sigurmarkið.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Jóhann Birnir
1-1 Steven Lennon
2-1 Bojan Ljubicic
2-2 Brynjar Ásgeir
3-2 Sindri Snær
3-3 Þórarinn Ingi
4-3 Magnús Þórir
- Sindri varði frá Jonathan Hendrickx
5-3 Hólmar Örn

Keflavík: Sindri Kristinn Ólafsson, Arnór Smári Friðriksson, Einar Orri Einarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson (Leonard Sigurðsson), Magnús Þórir Matthíasson, Guðjón Árni Antoníusson, Frans Elvarson (Magnús Sverrir Þorsteinsson), Sindri Snær Magnússon, Hólmar Örn Rúnarsson, Hörður Sveinsson (Jóhann Birnir Guðmundsson), Bojan Stefán Ljubicic.

FH: Róbert Örn Óskarson, Jón Ragnar Jónsson, Pétur Viðarsson, Kassim Doumbia, Jonathan Hendrickx, Emil Pálsson (Ingvar ÁSbjörn Ingvarsson), Sam Hewson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Sigurður Gísli Snorrason (Eggert Georg Tómasson), Atli Viðar Björnsson (Steven Lennon), Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner