Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. janúar 2015 21:41
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Roma tapaði stigum
Big Mac var á skotskónum í kvöld
Big Mac var á skotskónum í kvöld
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fiorentina heimsótti Genoa en aðalstjarna Fiorentina, Juan Cuadrado, var ekki í leikmannahópi liðsins en talið er næsta víst að hann muni gangi í raðir Chelsea á allra næstu klukkutímum. Fiorentina og Genoa eru í 6. og 7.sæti deildarinnar en jafnteflið gefur Genoa von í baráttunni um Evrópusæti.

Leik Roma og Empoli er nýlokið. Roma varð fyrir áfalli eftir 38 mínútna leik þegar Kostas Manolas fékk beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig gamla brýnið, Massimo Maccarone og skoraði af fádæma öryggi. Leikið var tíu á móti tíu í seinni hálfleik þar sem Riccardo Saponara fékk tvö gul spjöld á lokamínútum fyrri hálfleiks. Maicon jafnaði metin fyrir Rómverja á 57.mínútu og þar við sat.

Úrslit og markaskorarar dagsins.

Roma 1 - 1 Empoli
0-1 Massimo Maccarone ('39 , víti)
1-1 Maicon ('57 )
Rautt spjald: ,Kostas Manolas, Roma ('38)Riccardo Saponara, Empoli ('45)

Genoa 1 - 1 Fiorentina
1-0 Ciprian Tatarusanu ('14 , sjálfsmark)
1-1 Gonzalo Rodriguez ('54 )
Rautt spjald:Nicolas Burdisso, Genoa ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner