lau 31. janúar 2015 15:14
Arnar Geir Halldórsson
Seydou Doumbia til Roma (Staðfest)
Doumbia á leið í ítalska boltann
Doumbia á leið í ítalska boltann
Mynd: Getty Images
Seydou Doumbia er genginn í raðir ítalska stórliðsins AS Roma frá CSKA Moskva.

Þetta er staðfest á heimasíðu rússneska félagsins í dag þar sem Doumbia er þakkað fyrir góð störf og óskað velgengni hjá nýju liði.

Kaupverðið er talið nema 15 milljónum evra en Doumbia hefur skorað 61 mark í 95 leikjum fyrir CSKA Moskva síðan hann kom til félagsins árið 2010. Doumbia er 27 ára gamall og hefur reglulega verið orðaður við mörg af stærri liðum Evrópu.

Doumbia er staddur á Afríkumótinu þessa stundina með Fílabeinsströndinni en mun fara til Ítalíu að henni lokinni og hjálpa Roma í toppbaráttunni í Serie A. Hjá Roma hittir hann fyrir landa sinn, Gervinho.

Roma lánaði nýverið Mattia Destro til AC Milan og þurfti því nauðsynlega á öflugum framherja að halda en liðið er sjö stigum á eftir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner