Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 31. janúar 2018 11:09
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang til Arsenal (Staðfest)
Aubameyang er kominn til Arsenal.
Aubameyang er kominn til Arsenal.
Mynd: Arsenal
Mynd: Arsenal
Borussia Dortmund og Arsenal hafa bæði staðfest kaup enska félagsins á gabonska sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang.

Arsenal kaupir þennan 28 ára leikmann á 56 milljónir punda.

Aubameyang gerir þriggja ára samning á Emirates en hann hafði látið forráðamenn Dortmund vita af því að hann vildi yfirgefa félagið.

Arsene Wenger setti Aubameyang efstan á óskalista sinn þegar kom að því að fá leikmann í stað Alexis Sanchez sem gekk í raðir Manchester United í janúar.

Michy Batshuayi, sóknarmaður Chelsea, á að fylla skarð Aubameyang en hann er í læknisskoðun hjá þýska félaginu.

Michael Zorc, íþróttastjóri Dortmund, hafði þetta að segja: „Við viljum horfa framhjá leiðinlegum atburðum síðustu vikna. Við viljum minnast velgengni Pierre-Emerick Aubameyang þau fjögur ár sem hann var hjá félaginu. Hann hefur gert frábæra hluti hjá Dortmund og skorað mörg mikilvæg mörk. Hann er hluti af liði sem kom með þýska bikarinn til Dortmund 2017. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni," segir Zorc.

Agabönn Aubameyang settu ljótan blett á feril hans hjá Dortmund undir lokin.



Athugasemdir
banner