þri 31. mars 2015 13:20
Magnús Már Einarsson
345 milljónir fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
Stjarnan var skrefi frá riðlakeppninni í fyrra.
Stjarnan var skrefi frá riðlakeppninni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA mun hækka verðlaunafé í Evrópudeildinni um 65% frá og með næsta tímabili.

Þau 48 lið sem komast í riðlakeppnina munu skipta á milli sín 381 milljón evra eða 276 milljónum punda.

Hvert og eitt félag í riðlakeppninni fær að lágmarki 2,4 milljónir evra eða 1,7 milljón punda. Það gera 345 milljónir króna.

Íslensk félög gætu því heldur betur dottið í lukkupottinn ef þau ná alla leið í riðlakeppnina.

Á þessu tímabili voru upphæðirnar mun lægri en liðin 48 í riðlakeppninni skiptu á milli sín 232 milljónum evra eða 168 milljónum punda. Hvert lið fékk að lágmarki 1,3 milljón evra (944 þúsund pund) eða 192 milljónir króna.

Stjarnan var einungis skrefi frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fyrra en liðið tapaði gegn Inter í síðasta leik í forkeppninni. Sá árangur skilaði félaginu 83 milljónum króna.

Athugasemdir
banner
banner