Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Bretar senda ekki landslið á Ólympíuleikana
Scott Sinclair var í liði Breta á Ólympíuleikunum í London.
Scott Sinclair var í liði Breta á Ólympíuleikunum í London.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið vildi senda karla- og kvennalið Bretlands í knattspyrnu á Ólympíuleikana í Rio de Janeiro, Brasilíu, á næsta ári.

Bretar sendu lið í karla- og kvennaflokki á síðustu Ólympíuleikum en bæði landsliðin voru slegin út í 8-liða úrslitum.

Jim Boyce, varaforseti FIFA, sagði að breska liðið mætti taka þátt aftur í Ólympíuleikunum en aðeins með samþykki frá öllum löndunum sem skipa Bretland.

Skotar, Walesverjar og Norður-Írar, sem eru partur af Bretlandi ásamt Englandi, börðust gegn sameiginlegu liði Bretlands árið 2012 og harðneita að senda sameiginlegt lið á næsta ári.

Á síðustu Ólympíuleikum voru bæði lið aðeins skipuð Englendingum fyrir utan tvo Skota í kvennaliðinu og fimm Walesverja í karlaliðinu.
Athugasemdir
banner
banner