Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 31. mars 2015 22:46
Brynjar Ingi Erluson
Danilo til Real Madrid (Staðfest) - Kemur í sumar
Brasilíski bakvörðurinn, Danilo, ásamt liðsfélögum sínum hjá Porto.
Brasilíski bakvörðurinn, Danilo, ásamt liðsfélögum sínum hjá Porto.
Mynd: Getty Images
Spænska stórliðið, Real Madrid, hefur keypt brasilíska hægri bakvörðinn, Danilo, frá Porto en þetta kemur fram á heimasíðu spænska félagsins. Madrídingar borga 31 milljón evra fyrir hann.

Danilo, sem er 23 ára gamall, hefur verið í lykilhlutverki í liði Porto undanfarin ár en hann var keyptur til félagsins frá Santos árið 2012.

Porto er þekkt fyrir að framleiða magnaða knattspyrnumenn og fer Danilo klárlega í þann flokk en hann er stór partur af velgengni liðsins í Meistaradeild Evrópu meðal annars þar sem liðið er komið í 8-liða úrslit.

Real Madrid hefur nú fest kaup á þessum frábæra hægri bakverði en hann gengur til liðs við Madrídinga í sumar. Félagið borgaði 31 milljón evra fyrir hann og er samningur hans til ársins 2021.

Varnarlína Madrídinga verður því vægast sagt mögnuð á næsta tímabili en ímyndið ykkur vörn sem þessa - Marcelo, Raphael Varane, Sergio Ramos og Danilo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner