Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Di Maria til PSG?
Powerade
Angel Di Maria.
Angel Di Maria.
Mynd: Getty Images
Miranda er orðaður við Man Utd.
Miranda er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag. Alls konar kjaftasögur!



PSG er að undirbúa tilboð í Angel Di Maria leikmann Manchester United. Di Maria kom til Manchester United á 59,7 milljónir punda síðastliðið sumar en PSG gæti borgað svipaða upphæð. (Daily Mirror)

Louis van Gaal vill fá fjóra nýja menn til Manchester United í sumar. Þar á meðal er Memphis Depay kantmaður PSV Eindhoven. (Daily Telegraph)

Atletico Madrid er að íhuga að selja varnarmanninn Miranda ef að Manchester United sýnir honum áfram áhuga. Miranda er með klásúlu um að mega fara á 21,9 milljón punda en Atletico er tilbúið að skoða lægri tilboð. (AS)

Real Madrid er að skoða ódýrari valkosti í markið heldur en David De Gea. Bernd Leno hjá Bayer Leverkusen kemur til greina. (Marca)

West Ham er að íhuga tilboð í Moussa Konate sem hefur skorað 11 mörk í 17 leikjum fyrir FC Sion í Sviss. (Daily Mirror)

Manchester City ætlar að berjast við FC Bayern og PSG um Kevin De Bruyne kantmann Wolfsburg. De Bruyne, sem var áður hjá Chelsea, gæti kostað 40 milljónir punda. (Daily Mail)

Jores Okore, varnarmaður Aston Villa, er á óskalista Inter. (Sun)

Sunderland er að fylgjast með Tiago Ilori varnarmanni Liverpool en hann er í dag á láni hjá Bordeaux. (Sunderland Echo)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segist aldrei ætla að hlusta á tilboð í Gareth Bale. (Marca)

Liverpool mun ekki selja Raheem Sterling í sumar, jafnvel þó að hann neiti að gera nýjan samning. (Daily Star)

Neymar ætlar ekki að fara frá Barcelona í ensku úrvaldseildina. (London Evening Standard)

Radamel Falcao hefur ennþá trú á því að hann verði áfram hjá Manchester United þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Manchester Evening News)

Newcastle þarf að borga Derby tvær milljónir punda til að fá knattspyrnustjórann Steve McClaren. (Daily Mail)

Liverpool vonast til að Daniel Sturridge verði klár gegn Arsenal á laugardag þrátt fyrir að hann hafi dregið sig úr enska landsliðshópnum. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner