Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. mars 2015 09:00
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns: Bestu íslensku leikmennirnir alltof dýrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að félagið hafi leitað erlendis að liðsstyrk þar sem að bestu leikmennirnir á Íslandi séu einfaldlega alltof dýrir.

FH verður með sjö erlenda leikmenn í leikmannahópi sínum í sumar en Jeremy Serwy og Amath André Diedhiou sömdu við félagið í vetur.

Fyrir í leikmannahópnum eru þeir Sam Hewson, Sam Tillen, Steven Lennon, Kassim Doumbia og Jonathan Hendrickx.

„Ég met þetta þannig að bestu íslensku leikmennirnir eru einfaldlega bara alltof dýrir til að það sé hægt að fá þá til klúbbins og þá teljum við að það sé betra að fá góða leikmenn erlendis frá sem að eru bæði öflugir leikmenn og kosta minni pening," sagði Heimir í viðtali á RÚV.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið á RÚV
Athugasemdir
banner
banner
banner