Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
banner
   þri 31. mars 2015 19:23
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Eistlandi
Heimir Hallgríms: Spiluðum nokkuð illa
Icelandair
Heimir var svekktur með spilamennskuna.
Heimir var svekktur með spilamennskuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland gerði í dag 1-1 jafntefli við Eistland þegar liðin mættust í vináttuleik í Tallin.

Rúrik Gíslason kom Íslandi yfir með laglegu skoti snemma leiks en heimamenn jöfnuðu metin snemma í seinni hálfleik og þar við sat.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, viðurkennir að hann hafi ekki verið allt of sáttur með frammistöðu sinna manna.

,,Menn fengu tækifæri til að sýna sig. Við spiluðum ekki vel en töpuðum ekki, það er jákvætt. Það er örugglega hægt að horfa á leikinn og tína eitthvað jákvætt, en yfir höfuð spiluðum við nokkuð illa í þessum leik. Við vorum ekki að gera það sem við erum vanir að gera vel," sagði Heimir við Fótbolta.net.

,,Ég er svolítið svekktur yfir að hafa ekki náð að vinna Eista á útivelli, þrátt fyrir að við höfum gert 11 breytingar á liðinu."

Ísland hefði klárlega getað fengið tvær vítaspyrnur í leiknum, en dómarinn frá Lettlandi átti afleitan leik.

,,Við vissum það alveg fyrir leikinn að Letti sem dæmir leik hjá Eistum, við vissum að við fengjum ekkert gefins í þessum leik. En við hefðum bara átt að vinna þetta samt og gera miklu betur en við gerðum," sagði Heimir.

,,Með allri virðingu fyrir Eistum, þeir spila á sínu sterkasta liði, ég er alls ekki með vanvirðingu gagnvart þeim en ég hefði allavega viljað gera betur. En það er alltaf gott að fá svör, og þau þurfa ekki alltaf að vera jákvæð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner