Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. mars 2015 18:09
Magnús Már Einarsson
Jafntefli í Eistlandi
Icelandair
Af hverju ekki víti? Taijo Teniste togar í Alfreð Finnbogason.  Dómari leiksins dæmdi ekkert.
Af hverju ekki víti? Taijo Teniste togar í Alfreð Finnbogason. Dómari leiksins dæmdi ekkert.
Mynd: EPA
Haukur Heiðar Hauksson í leiknum í dag.
Haukur Heiðar Hauksson í leiknum í dag.
Mynd: EPA
Eistland 1 - 1 Ísland
0-1 Rúrik Gíslason ('9)
1-1 Konstantin Vassiljev ('55)

Eistland og Ísland gerðu 1-1 jafntefli í vináttuleik í Tallinn í Eistlandi í dag. Fyrir leikinn fékk Raio Piroja, varnarmaður Eista, mikið af góðum gjöfum en hann var að spila kveðjuleik sinn með landsliðinu. Piroja fékk meðal annars gúmmíbát að gjöf en hann spilaði einungis fyrstu tólf mínúturnar í dag.

Piroja var þó inni á vellinum þegar fyrsta markið leit dagsins á níundu mínútu. Haukur Heiðar Hauksson fékk þá sendingu hæga megin og eftir fyrirgjöf framlegndi Jón Daði Böðvarsson boltann á Rúrik Gíslason sem renndi boltanum í hornið.

Jöfnunarmarkið kom eftir níu mínútur í síðari hálfleik. Emil Hallfreðsson tapaði boltanum á miðjunni og Konstantin Vassiljev geystist fram. Konstantin tók gabbhreyfingar fyrir framan varnarmanninn Ragnar Sigurðsson og smellti boltanum síðan í fjærhornið.

Mörkin urðu ekki fleiri þó að bæði lið hafi fengið færi til að skora. Ísland átti fleiri hættulegar marktilraunir en inn vildi boltinn ekki.

Ísland gerði einnig tvívegis sterkt tikall til að fá vítaspyrnu. Fyrst þegar Taijo Teniste togaði í Alfreð Finnbogason í færi í fyrri hálfleik og síðan þegar Ken Kallaste fékk boltann í höndina í síðari hálfleik. Dómarararnir frá Lettlandi dæmdu hins vegar ekkert.

Lið Íslands:
12. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Hallgrímur Jónasson
4. Hörður Björgvin (Ari Freyr Skúlason '46)
5. Jón Guðni Fjóluson (Ragnar Sigurðsson '46)
11. Alfreð Finnbogason
15. Jón Daði Böðvarsson (Jóhann Berg Guðmundsson '46)
16. Guðlaugur Victor Pálsson (Ólafur Ingi Skúlason '46)
18. Haukur Heiðar Hauksson
19. Rúrik Gíslason (Birkir Már Sævarsson '85)
20. Emil Hallfreðsson (Rúnar Már Sigurjónsson '59)
21. Viðar Örn Kjartansson

Ónotaðir varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson
14. Kári Árnason
Athugasemdir
banner
banner