þri 31. mars 2015 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Myndband: Dzeko með dráps-glampa í augunum
Dzeko getur verið vígalegur.
Dzeko getur verið vígalegur.
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko er landsliðsfyrirliði Bosníu og Hersegóvínu og sem slíkur tekur hann upp hanskann fyrir liðsfélaga sína.

Það gerði þessi framherji svo sannarlega þegar Bosníumenn mættu Austurríki í vináttuleik. Þar ætlaði hann engan veginn að láta leikmenn Austurríkis komast upp með nein leiðindi.

Sagan hófst þegar Muhamed Besic, leikmaður Everton, var allt of seinn í tæklingu á leikmanni Austurríkis. Hann sýndi nákvæmlega enga iðrun.

Leikmenn Austurríkis brugðust illa við og hreyttu ókvæðisorðum í Besic. Þá kom Dzeko til skjalanna og lét þá gjörsamlega heyra það. Framherjinn var gjörsamlega brjálaður og fékk að líta gula spjaldið.

Í endursýningu má sjá að leikmaður Austurríkis var afar skelkaður þegar Dzeko var öskrandi framan í hann. Eitthvað sem enginn myndi vilja lenda í.


Athugasemdir
banner
banner
banner