Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. mars 2015 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Nainggolan gæti yfirgefið Roma í sumar
Nainggolan er orðaður við Liverpool og Manchester United.
Nainggolan er orðaður við Liverpool og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan er ekki viss um að hann verði áfram hjá Roma á næsta tímabili, en félagið hefur enn ekki samið við Cagliari um að kaupa hlut þess síðarnefndu í leikmanninum.

Belgíski landsliðsmaðurinn er í eigu Roma og Cagliari, en hann hefur verið alger lykilmaður hjá þeim fyrrnefndu á tímabilinu. Er talið að Liverpool og Manchester United vilji bæði fá hann í sínar raðir.

,,Í augnablikinu eru 50 prósent líkur á að ég verði áfram hjá Roma," sagði Nainggolan við Gazzetta dello Sport.

,,Ég hef engar áhyggjur, það er ennþá tími. Roma og Cagliari verða að komast að samkomulagi. Ég er 100 prósent einbeittur að Roma, þetta er frábært félag í frábærri borg."
Athugasemdir
banner