Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. mars 2015 16:33
Brynjar Ingi Erluson
Godsamskipti
Raio Piroja ásamt gúmmibátnum fyrir leikinn í dag
Raio Piroja ásamt gúmmibátnum fyrir leikinn í dag
Mynd: Twitter
Piroja í leik með Eistlandi
Piroja í leik með Eistlandi
Mynd: EPA
Vináttuleikur Eistland og Íslands er í gangi þessa stundina en afar áhugaverðir atburðir áttu sér stað fyrir leikinn.



Raio Piroja, leikmaður Eistlands, var að spila kveðjuleik gegn Íslandi í dag og fékk hann í kjölfarið veglegar gjafir fyrir leik.

Athöfnin var afar skrautleg sem endaði á því að hann fékk gúmmíbát. Honum var svo skip af velli þegar tólf mínútur voru búnar af leiknum.

Hilmar Þór Guðmundsson.
Hann fékk bara bát! Spurning um að sigla þessu heim! #fotboltinet

Arnaldur Árnason.
Átti maður að gefa þessum leikmanni eistlands gjöf? Ég keypti ekkert... #landsleikur #fotboltinet

Hafliði Breiðfjörð.
Þessi ceremonía er það steiktasta sem ég hef séð. #Eistland #fotboltinet

Trausti Salvar.
Er þetta Opruh-þáttur eða fótboltaleikur ? #margargjafir #fotboltinet

Martin Sindri.
Flutningurinn á þjóðsöngi Eista næstum jafn slæmur og það að vera kallaðir Eistar.. #fotboltinet

Tómas Þór Þórðarson.
Er einhver á pallbíl til að koma þessu drasli öllu heim til Raio?

Aron Heiðdal.
Ef þessi gæi fær bát því honum finnst svo gaman að veiða finnst mér að Guddy eigi að fá Pókerborð þegar hann spilar síðasta leikinn #Vegas

Ásgeir Daði.
Nei okei björgunarbáturinn gerði útslagið. ÉG MUN ALDREI HÆTTA AÐ HLÆJA.

Þór Símon.
Þetta er besta gjöf sem ég hef séð! Enginn viðurkenning eða neitt kjaftæði. Hendum bara í einn bát #Fótbolti #áframÍsland

Gummi Ben.
Eru þetta brjálæðingar þarna í Eistlandi, eru áhorfendur bara með öl í stúkunni?
#eisísl


Athugasemdir
banner
banner
banner