Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 31. mars 2015 20:38
Alexander Freyr Tamimi
Vináttuleikir: Jafnt hjá Ítalíu og Englandi - Holland vann Spán
Andros Townsend fagnar jöfnunarmarki sínu.
Andros Townsend fagnar jöfnunarmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Þó nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í dag og kvöld og nú er þeim tveimur stærstu lokið.

Ítalía og England gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Juventus. Graziano Pelle kom Ítölum í 1-0 eftir tæpan hálftíma leik. Jöfnunarmark Englands kom hins vegar frá Andros Townsend á 79. mínútu.

Þá vann Holland 2-0 sigur gegn Spáni. Hollendingar byrjuðu leikinn frábærlega og þeir Stefan de Vrij og Davy Klaasen komu liðinu í 2-0 eftir rétt rúman stundarfjórðung.

Hins vegar urðu mörkin í leiknum ekki fleiri, ólíkt því þegar Hollendingar unnu stóran 5-1 sigur gegn Spánverjum á HM 2014 síðasta sumar.

Meðal annarra úrslita má nefna að Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt mark í 3-1 sigri Svíþjóðar gegn Íran.

Hvað varðar liðin sem eru með Íslandi í riðli, þá tapaði Tékkland 1-0 gegn Slóvakíu. Þá náði Lettland að tryggja sér 1-1 jafntefli gegn Úkraínu. Tyrklandi rétt tókst að merja 2-1 sigur gegn Lúxemborg.
Athugasemdir
banner
banner