Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 31. mars 2017 22:05
Kristófer Kristjánsson
Arnar Grétars: Það vilja allir komast í úrslitin
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 6-0 sigur gegn Leikni F. í Lengjubikarnum í kvöld en með sigrinum tókst Blikum að vinna riðilinn og komast í 8-liða úrslit mótsins en þar mæta þeir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 Leiknir F.

„Ég er bara ánægður með það að við vinnum þennan leik mjög sannfærandi. Við erum að spila ágætis leik frá upphafi til enda," sagði Arnar í viðtali að leikslokum en það virtist aldrei vera í vafa um hvort liðið myndi enda uppi sem sigurvegari.

„Ég sá leik með þeim [Leikni F.] á móti Stjörnunni og það er ekkert létt að fara í gegnum þá. Þeir liggja þétt til baka, vel skipulagðir og eru með ágætis leikmenn þannig að það er ekkert sjálfgefið að vinna þessi lið sem eru í fyrstu deildinni og að gera það á þann máta sem við gerðum og ég er sáttur með það.

Spurður hvaða vægi Lengjubikarinn hefði sagði Arnar:
„Ég er allavega þannig þenkjandi að ef maður tekur þátt í einhverju móti að þá vill maður fara alla leið. Þetta eru fínir leikir líka, þetta eru mótsleikir sem eru alltaf öðruvísi heldur en æfingaleikir. Við erum líka að fá fína leiki, við fáum FH og ef við myndum fara áfram þar þá fáum við einhvern flottan leik í undanúrslitum og það vilja allir komast í úrslitin. Þar færðu leikjaálag alveg fram að viku fyrir mót og það er í raun besti undirbúningurinn og ef það gengur vel og þú ferð alla leið þá gefur það sjálfstraust inn í tímabilið. Þetta er ekkert möst en þetta er markmiðið."

Martin Lund Pedersen skoraði annað mark Blika og fór svo meiddur af velli stuttu seinna en það var fyrst og fremst varúðarráðstöfun.

„Hann hefur dottið á hnéið og þá bólgnaði það upp og ég vildi ekki taka neina sénsa."

8-liða úrslitin fara fram sunnudaginn 9. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner