Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fös 31. mars 2017 22:05
Kristófer Kristjánsson
Arnar Grétars: Það vilja allir komast í úrslitin
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Arnar Grétarsson var að vonum sáttur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur eftir 6-0 sigur gegn Leikni F. í Lengjubikarnum í kvöld en með sigrinum tókst Blikum að vinna riðilinn og komast í 8-liða úrslit mótsins en þar mæta þeir FH.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 Leiknir F.

„Ég er bara ánægður með það að við vinnum þennan leik mjög sannfærandi. Við erum að spila ágætis leik frá upphafi til enda," sagði Arnar í viðtali að leikslokum en það virtist aldrei vera í vafa um hvort liðið myndi enda uppi sem sigurvegari.

„Ég sá leik með þeim [Leikni F.] á móti Stjörnunni og það er ekkert létt að fara í gegnum þá. Þeir liggja þétt til baka, vel skipulagðir og eru með ágætis leikmenn þannig að það er ekkert sjálfgefið að vinna þessi lið sem eru í fyrstu deildinni og að gera það á þann máta sem við gerðum og ég er sáttur með það.

Spurður hvaða vægi Lengjubikarinn hefði sagði Arnar:
„Ég er allavega þannig þenkjandi að ef maður tekur þátt í einhverju móti að þá vill maður fara alla leið. Þetta eru fínir leikir líka, þetta eru mótsleikir sem eru alltaf öðruvísi heldur en æfingaleikir. Við erum líka að fá fína leiki, við fáum FH og ef við myndum fara áfram þar þá fáum við einhvern flottan leik í undanúrslitum og það vilja allir komast í úrslitin. Þar færðu leikjaálag alveg fram að viku fyrir mót og það er í raun besti undirbúningurinn og ef það gengur vel og þú ferð alla leið þá gefur það sjálfstraust inn í tímabilið. Þetta er ekkert möst en þetta er markmiðið."

Martin Lund Pedersen skoraði annað mark Blika og fór svo meiddur af velli stuttu seinna en það var fyrst og fremst varúðarráðstöfun.

„Hann hefur dottið á hnéið og þá bólgnaði það upp og ég vildi ekki taka neina sénsa."

8-liða úrslitin fara fram sunnudaginn 9. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner