Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 23:03
Alexander Freyr Tamimi
4. deild: Úrslit kvöldins
Liam Killa (til hægri) skoraði fyrir Hamar
Liam Killa (til hægri) skoraði fyrir Hamar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Félagaskiptakóngurinn Hallur Kristján Ásgeirsson henti í þrennu
Félagaskiptakóngurinn Hallur Kristján Ásgeirsson henti í þrennu
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Fimm leikir fóru fram í 4.deild karla en leikið var í B og D riðli en úrslitin voru öll eftir bókinni miðað við spá fótbolta.net í vor. ÍH og GG unnu öruggra sigra á Erninum og Snæfelli í B riðli. KH sigraði Álftanes 4-2 en liðunum var spáð í 2. og 3.sæti í riðlinum, þá vann Hamar liðsmenn Kríunnar 3-0 ásamt því að Vatnaliljur unnu öruggan sigur á Kóngunum 6-1.

Í b riðli var allt eftir bókinni. Öruggur sigur ÍH gegn Erninum í Fagralundi og þá vann GG 5-0 sigur á Snæfelli en heimamenn brenndu einnig af vítaspyrnu.

Örninn 0 - 3 ÍH
0-1 Hilmar Rafn Emilsson (10')
0-2 Máni Þór Valsson (38')
0-3 Gylfi Steinn Guðmundsson (81')

GG 5 - 0 Snæfell
1-0 Nathan Ward (12')
2-0 Pétur Þór Jaidee (15')
3-0 Ray Anthony Jónsson (39')
4-0 Pétur Þór jaidee (41')
5-0 Ármann Örn Vilbergsson (71')

Í D riðli var áhugaverður leikur milli KH og Álftaness á Valsvelli en KH menn lögðu grunninn af sigrinum með þrem mörkum í fyrri hálfleik en lokatölur urðu 4-2. Þá voru Vatnaliljur ekki í vandræðum með Kóngana og liðsmenn Hamars sigruðu Kríuna örugglega.

KH 4 -2 Álftanes
1-0 Alexander Lúðvíksson (4')
2-0 Alexander Lúðvíksson (22'víti)
3-0 Atli Dagur Sigurðsson (32')
3-1 Sigurður Bjarni Jónsson (66')
4-1 Halldór Bjarneyjarson (93')
4-2 Guðbjörn Alexander Sæmundsson (95')

Hamar 3 - 0 Kría
1-0 Liam John Killa (43')
2-0 Tómas Ingvi Hassing (59')
3-0 Pall Pálmason(90')

Vatnaliljur 6 - 1 Kóngarnir
1-0 Hallur Kristján Ásgeirsson (22')
2-0 Hallur Kristján Ásgeirsson (50')
2-1 Luis Gísli Rabelo (54')
3-1 Aaron Palomares (61')
4-1 Hallur Kristján Ásgeirsson (77')
5-1 Andri Steinn Birgisson (81')
6-1 Garðar Sigurðsson (84')

Úrslit og markaskorarar fengnir af www.urslit.net



Athugasemdir
banner
banner