Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 31. maí 2016 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Osló
Aron Einar: Við munum sakna Lars mikið
Icelandair
Aron Einar þakkaði Svíum fyrir Lars Lagerback á fréttamannafundi í dag.
Aron Einar þakkaði Svíum fyrir Lars Lagerback á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ræddu á fréttamannafundi í dag um Lars Lagerback sem þjálfar íslenska landsliðið með Heimi. Lars er kominn í guðatölu hjá íslensku þjóðinni eftir að liðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi en hefur ákveðið að láta staðar numið eftir mótið og hætta þjálfun.

„Lars hefur reynslu og ró og ég hef aldrei séð hann reiðast," sagði Aron Einar aðspurður um Lars á fréttamannafundinum í dag.

„Ég hef heldur ekki séð Heimi reiðast og veit ekki hvað er að honum," grínaðist hann svo en Heimir sat við hlið hans á fréttamannafundinum.

„Heimir hefur verið með honum í fjögur ár núna og ég veit að hann hefur lært mikið af honum. Heimir er meira af nýju kynslóðinni og hugsar meira um tölfræði og notar tölvur til að aðstoða sig við þjálfunina. Að koma því í fótboltann er rétta leiðin til að bæta við og ég lít sem svo á að þeir hafi verið heppnir að hafa hvorn annan, til að ná fullkomnun hjá hvoru öðrum."

„Við munum sakna Lars mikið því hann er sterkur karakter. Þannig er það bara. Við höfum alltaf sagt það og við vissum að þetta myndi gerast einn daginn. Hann skilur okkur þó eftir í góðum höndum Heimis sem hefur lært mikið af honum. Takk Svíþjóð!"


Heimir blandaði sér þá í umræðuna en saman hafa þeir unnið með liðið undanfarin fjögur ár.

„Það er líklega erfitt fyrir Ísland að vera með þjálfara með þennan feril og þessa reynslu á þeim launum sem hann er með. Ísland mun líklega aldrei aftur geta haft þjálfara með sömu reynslu og þekkingu og Lars hefur," sagði Heimir.

„Ég og starfsfólkið vorum heppin að hann var á lausu og þegar maður vill verða sérfræðingur í einhverju þá endist manni ekki ævin í að sækja sér reynslu sjálfur. Það er því gott að hafa mann sér til hliðar sem hefur reynslu af öllu. Hann er líklega besti landsliðsþjálfarinn til að hjálpa manni og miðla af reynslu sinni þar því hann hefur lengi verið landsliðsþjálfari."
Athugasemdir
banner
banner