Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. maí 2016 11:45
Magnús Már Einarsson
Best í 4. umferð: 99% jákvæð viðbrögð
Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessi þrjú stig sem við fengum á Selfossi voru gríðarlega mikilvæg þar sem við
vorum búnar að gera tvö jafntefli fyrir þennan leik og spila undir getu í þeim leikjum,"
segir Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Breiðabliks.

Hallbera er leikmaður 4. umferðar í Pepsi-deild kvenna hjá Fótbolta.net en hún lagði upp bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Selfyssingum um helgina.

„Þessi leikur var mjög erfiður þar sem það var mikill vindur á annað markið en við náðum að nýta okkur góðan fyrri hálfleik til þess að skora tvö mörk og það dugði til þess að ná í þrjú stig."

Ísandsmeistarar Blika eru með átta stig að loknum fjórum umferðum, tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

„Ég er ekki alveg nógu ánægð með byrjunina á mótinu aðallega vegna þess að ég veit að við getum miklu betur sem lið. Hinsvegar erum við taplausar sem er jákvætt og getum byggt ofan á það," sagði Hallbera sem reiknar með harðri keppni í sumar.

„Ég held að þetta verði spennandi deild og kanski 3-4 lið sem virðast vera líklegust til að vera í baráttunni eins og er. Byrjunin á deildinni sýnir að það geta öll lið hirt stig hvort frá öðru."

Breiðablik fékk aðeins fjögur mörk á sig í fyrrasumar en liðið hefur nú þegar fengið á sig þrjú mörk í byrjun móts í ár.

„Við erum búnar að verjast vel og fáum ekki mörg færi á okkur en þau fáu færi sem liðin hafa verið að skapa hingað til hafa dottið inn hjá þeim. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því þar sem ég veit að þetta er eitthvað sem á að vera auðvelt fyrir okkur að laga. Það sem hefur breyst er aðallega það að við höfum misst lykilleikmenn úr okkar liði síðan í fyrra en það koma ungar og ferskar stelpur inn í staðinn og við erum alltaf að ná betri takt sem lið eftir því sem á líður."

Hallbera skrifaði pistil fyrir mót sem vakti mikla athygli en þar kallaði hún eftir meiri umfjöllun um Pepsi-deild kvenna.

„Þessi pistill fór miklu lengra en ég átti von á og vakti mjög mikil viðbrögð og sem betur fer voru 99% þeirra jákvæð þar sem mér fannst þetta persónulega mjög stressandi. En ég er ánægð að hafa látið vaða og langar að hrósa fjölmiðlum fyrir bætta umfjöllun."

Hallbera er nú stödd í Skotlandi þar sem Ísland á gríðarlega mikilvægan leik fyrir höndum á föstudag. Í næstu viku mætir Ísland síðan Makedóníu á Laugardalsvelli.

„Ég er gríðarlega spennt fyrir landsliðsverkefnunum enda er fátt sem jafnast á við það að spila stóra leiki fyrr landsliðið. Svo skemmir ekki fyrir hvað þetta er frábær hópur sem nær vel saman utan vallar og innan," sagði Hallbera að lokum.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 3. umferðar - Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner