Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 31. maí 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carvajal verður ekki með á EM - Góðar fréttir fyrir Bellerin
Carvajal missir af EM
Carvajal missir af EM
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur staðfest það að bakvörðurinn Dani Carvajal hafi orðið fyrir meiðslum aftan í læri og muni nú missa af EM sem hefst í næsta mánuði.

Carvajal fór af meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn þegar Real Madrid hafði betur gegn Atlético Madrid eftir vítaspyrnukeppni.

Hann fór í skoðun í Madríd í gær og eftir þær skoðanir kom það í ljós að leikmaðurinn er meiddur aftan í læri og verður eitthvað frá.

Hector Bellerin, bakvörður Arsenal, mun taka stöðu Carvajal í hópnum, en Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, var búinn að greina frá því. Hann þarf að tilkynna spænska hópinn í síðasta lagi í dag.

„Það fer allt eftir því hvað læknaliðið segir um stöðuna á Carvajal. Bellerin mun vera með hópnum þangað til við vitum um alvarleikann á meiðslum Carvajal," sagði del Bosque eftir 3-1 sigur á Bosníu og Herzegóvínu á föstudaginn.

„Ég íhugaði líka Mario Gaspar, leikmann Villareal, en við verðum að taka það til greina að þessi æfingarhópur var ætlaður til undirbúnings fyrir Evrópumótið. Þess vegna verður Bellerin áfram með hópnum."
Athugasemdir
banner