Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 31. maí 2016 23:34
Alexander Freyr Tamimi
Casillas sakaður um fordóma í garð liðsfélaga
Brandari Casillas féll ekki í kramið á öllum.
Brandari Casillas féll ekki í kramið á öllum.
Mynd: Getty Images
Iker Casillas, einn besti markvörður sögunnar, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hann gekk í raðir Porto frá spænska stórliðinu Real Madrid. Spánverjinn þótti afar mistækur á sínu fyrsta tímabili í Portúgal og fékk að meðaltali á sig tvöfalt fleiri mörk í leik heldur en forveri hans í markinu, Fabiano.

Nú er Casillas í vandræðum fyrir að hafa í gríni verið með kynþáttafordóma í garð liðsfélaga síns og suður-kóreska landsliðsmannsins Suk Hyun-Jun. Atvikið átti sér stað á Instragram síðu þess síðarnefnda, sem nú er ekki hægt að nálgast. Margir tóku hins vegar skjáskot af brandara Casillas, þar sem hann tjáði sig við mynd sem Kóreumaðurinn hafði birt af sér og liðsfélaga.

Casillas skrifaði við myndina „opnaðu augun!!“ og svaraði Suk því að þau væru í raun og veru opin. Þarf varla að taka fram að Casillas var þarna að vísa í fordómafullt grín þess efnis að Asíubúar líti út fyrir að vera með lokuð augun. Að þeir séu skáeygðir, ef svo má að orði komast.

Hér að neðan má sjá eina af fjölmörgum Twitter færslum þar sem Casillas er gagnrýndur fyrir brandarann, en skjáskot af gríninu fylgir með.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner