þri 31. maí 2016 22:45
Alexander Freyr Tamimi
Daley Blind ætlar að sanna sig fyrir Mourinho
Daley Blind vill vera áfram hjá United.
Daley Blind vill vera áfram hjá United.
Mynd: Getty Images
Daley Blind, varnarmaður Manchester United, er staðráðinn í að vera um kyrrt á Old Trafford og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu undir stjórn Jose Mourinho.

Ekki er ólíklegt að Portúgalinn muni ráðast í talsverðar umbætur á leikmannahópi sínum fyrir komandi tímabil og samkvæmt Sky Sports eru Blind og Juan Mata ekki hluti af áformum hans.

„Ég hlakka til með að starfa með Mourinho. Við verðum að bíða og sjá hvort eitthvað breytist hjá mér," sagði Blind við NOS.

„Ég mun gefa allt í þetta og leggja hart að mér. Mourinho hefur afrekað mikið sem knattspyrnustjóri og ég vil gjarna starfa með honum."

„Við fengum á okkur fæst mörk í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og ég held að við höfum haldið oftast hreinu. Það er eitthvað sem við getum verið stoltir af og ég spilaði nánast hvern einasta leik."

Athugasemdir
banner
banner