Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 31. maí 2016 13:13
Magnús Már Einarsson
EM hópur Englands - Rashford fer með til Frakklands
Drinkwater og Townsend skildir eftir
Marcus Rashford fer á EM.
Marcus Rashford fer á EM.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, er í enska landsliðshópnum sem fer á EM í Frakklandi. Einungis rúmir þrír mánuðir eru síðan Rashford spilaði sinn fyrsta leik með Manchester United og nú er hann á leið á stórmót með enska landsliðinu.

Þetta varð ljóst eftir að Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi í dag lokahópinn sem fer til Frakklands.

Danny Drinkwater, miðjumaður Leicester, og Andros Townsend, kantmaður Newcastle, detta úr upphaflega hópnum en áður hafði Fabian Delph neyðst til að draga sig út vegna meiðsla.

Englendingar fara því með fimm framherja á mótið en auk Rashford eru þeir Wayne Rooney, Harry Kane, Jamie Vardy og Daniel Sturridge í hópnum.

Markverðir: Joe Hart (Manchester City), Fraser Forster (Southampton), Tom Heaton (Burnley).

Varnarmenn: Gary Cahill (Chelsea), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton), Kyle Walker (Tottenham Hotspur), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Nathaniel Clyne (Liverpool).

Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Raheem Sterling (Manchester City), Jack Wilshere (Arsenal).

Framherjar: Wayne Rooney (Manchester United), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Jamie Vardy (Leicester City), Daniel Sturridge (Liverpool), Marcus Rashford (Manchester United).
Athugasemdir
banner