Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 31. maí 2016 22:15
Þórður Már Sigfússon
Gylfi einn stærsti áhrifavaldur Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, fyrrum stjóri Tottenham, segir að Gylfi Þór Sigurðsson og Christian Eriksen séu tveir af stærstu áhrifavöldunum í uppgangi Harry Kane undanfarin tvö ár.

Sherwood hefur áður viðrað þessa skoðun sína og hann ítrekaði hana í klukkustundarlöngum þætti tileinkuðum Kane sem fór í loftið á BBC í dag.

„Mestu áhrifavaldarnir inni á vellinum voru Gylfi Sigurðsson og Christian Eriksson. Þarna voru tveir ungir leikmenn sem sýndu frábært fordæmi á æfingum og það fór ekki framhjá Harry Kane. Hann var alls ekki illa staddur og þurfti kannski ekki á þessari leiðsögn að halda en þetta var það sem hann vildi og hann varð mjög náinn þessum leikmönnum,“ sagði Sherwood.

Gylfi og Kane voru samherjar hjá Tottenham um tveggja ára skeið, milli áranna 2012 og 2014, og þó svo að Kane hafi á þeim tíma farið tvisvar á lán til annarra liða segir Sherwood að þeir hafi þróað með sér góða vináttu.

„Þetta sýnir hvað hann er útsjónarsamur leikmaður með því að velja vini sína sem eru sjálfir leikmenn sem vilja bæta sig og hafa auk þess reynslu í alþjóðaboltanum. Aðrir ungir leikmenn leita oft leiðsagnar hjá leikmönnum sem vilja fara á næturklúbbabrölt eða á fyllerí. Harry hefur engan áhuga á því og þess vegna hann mun aldrei enda á forsíðum slúðurblaðanna.“

Tom Fordyce, yfirmaður íþróttadeildar BBC, segir þetta til marks um það hversu greindur einstaklingur og knattspyrnumaður Kane sé.

„Þetta er til marks um fótboltagáfu hans. Þetta var kannski ekki meðvituð ákvörðun en hann var að leita að fyrirmyndum því hann var sífellt að leita leiða til að bæta sig. Hann sá hvað þessir strákar voru að gera sem fótboltamenn og hver áhrif þeirra voru á leikinn sjálfan og leikmenn í kringum sig og vildi því líkjast þeim.“

Athugasemdir
banner
banner