Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 31. maí 2016 09:16
Hafliði Breiðfjörð
Osló
Heimir: Mikilvægara að vera ferskir en fá stóran prufuleik
Icelandair
Frá fréttamannafundi Íslands í dag.
Frá fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Austurrískur blaðamaður spurði Heimi Hallgrímsson í dag hvort liðið vantaði ekki alvöru prufuleik fyrir Evrópumótið í Frakklandi þar sem ljóst er að liðið sem byrjar gegn Portúgal á fyrsta leik á EM spilar ekki geng Noregi í kvöld og sá austurríski leit ekki á Liechtenstein sem Ísland mætir á mánudaginn sem alvöru andstæðing.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins greip spurninguna og kom honum í skilning um að Liechtenstein sé ekki svo slakur andstæðingur.

„Við höfum tapað fyrir Liechtenstein áður," svaraði Aron Einar og Heimir tók svo við og útskýrði afhverju þetta er gert svona.

„Þetta er öðruvísi fyrir íslenska landsliðið ef þú berð okkur saman við Ungverjaland sem hefur verið saman í 2 vikur og fengið langan tíma til undirbúnings og ég held það sé sama með Austurríki," sagði Heimir.

„Við hittum strákana í gær og þá kom allur hópurinn saman og margir spiluðu. Það er mikilvægara að hafa þá ferska líkamlega gegn Portúgal en að eiga stóran prufuleik í undirbúningnum," sagði Heimir.

Hann bætti svo við að hann búist við að Aron Einar Gunnarsson og Kolbeinn Sigþórsson sem hafa verið tæpir vegna meiðsla taki einhvernn þátt í leiknum á morgun. Ljóst sé þó að Hannes Þór Halldórsson markvörður fær frí.
Athugasemdir
banner
banner