þri 31. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Fimm leikir í 4. deild
ÍH heimsækir Örninn
ÍH heimsækir Örninn
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
KH er á toppnum í D-riðli
KH er á toppnum í D-riðli
Mynd: KH
Í dag fara fram leikir í 4. deild karla og eru þeir sem eru leiknir í dag fimm talsins.

Fyrsti leikur dagsins er á milli Arnarins og ÍH klukkan 18:30. Fyrir leikinn er ÍH í 2. sæti B-riðils með einn unninn leik og einn tapaðan eftir tvo leiki. Örninn er búinn að tapa báðum sínum leikjum og er á botni riðilsins.

Þrír leikir hefjast síðan klukkan 20:00, tveir þeirra eru í D-riðli og hinn er í B-riðli. Í B-riðli mætast GG og Snæfell, en GG hefur líkt og ÍH byrjað á einum sigri og einu tapi. Snæfell er að leika sinn fyrsta leik, en liðinu er ekki spáð góðu gengi á þessu tímabili.

Í D-riðli eru tveir leikir klukkan 20:00. Annars vegar er það leikur Vatnalilja og Kónganna og hins vegar leikur Hamars og Kríunnar. Lokaleikur dagsins er svo leikur KH og Álftaness, en KH er fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir leiki.

Leikir dagsins:

4. deild
B-riðill

18:30 Örninn - ÍH (Kórinn-Gervigras)
20:00 GG - Snæfell (Grindavíkurvöllur)

D-riðill
20:00 Vatnaliljur - Kóngarnir (Fagrilundur)
20:00 Hamar - Kría (Grýluvöllur)
20:30 KH - Álftanes (Valsvöllur)

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir 4. deild karla
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner